Litlar bláberjakökur með stökkum kanil mulningi

75g bráðið smjör

1/2 bolli sykur

1/2 bolli púðursykur

2 egg

1 og 1/2 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk sjávarsalt

1/2 bolli mjólk

1 bolli frosin bláber

1 tsk hveiti

 

Kanilmulningur:

 30g bráðið smjör

4 msk hveiti

2/3 bolli púðursykur

1/2 tsk kanill

Hitið ofninn í 175°C. Það eru kannski fáir sem eiga svona
kökuform en það er vel hægt að nota bollakökuform í staðinn. Setjið form ofan í
hvert hólf.

Setjið smjör, sykur og egg saman í skál og þeytið vel.
Blandið hveiti, lyftidufti, og salti saman við. Að síðustu hrærið mjólkinni
saman við. Veltið berjunum upp úr 1 tsk af hveiti og blandið varlega saman við
með sleikju.

Fyllið formin til hálfs með deiginu.

Blandið öllu sem á að fara í mulninginn saman, hann á að
líkjast grófri mylsnu.

Stráið mulningnum jafnt á milli formanna og bakið í
miðjum ofni í 25 mín.

Recommended Articles

Leave a Reply