Mig hefur alltaf vantað afsökun til þess að búa til salta karamellusósu. Finnst einhvernveginn allt svona “salted caramel” ótrúlega girnilegt. Þessi tvenna, salt og sykur, á bara svo ótrúlega vel saman! Þá fæddist líka hugmyndin um að bæta við mokka bragði í þessa jöfnu. Gæti það klikkað? Það er ekkert víst!
Gerði því skúffukökuuppskriftina mína sem ég hef notað í mörg mörg ár og alltaf jafn góð. Átti svo sykurpúða sem enduðu óvart í eldhúsinu mínu eftir fyrstu grillveislu ársins. Fullkomið að setja þá ofan á. Toppað með þessari ótrúlegu karamellusósu sem kann að hafa endað á ís í gærkvöldi (ó almáttugur, þegar hún kólnar verður hún seig og það er svooo gott!).
Þetta er uppskriftin að kökunni sjálfri, mæli með henni í allt. Sem venjuleg skúffukaka, í afmælistertur undir sykurmassa, í bollakökur með hrúgu af góðu kremi..
Gerði því skúffukökuuppskriftina mína sem ég hef notað í mörg mörg ár og alltaf jafn góð. Átti svo sykurpúða sem enduðu óvart í eldhúsinu mínu eftir fyrstu grillveislu ársins. Fullkomið að setja þá ofan á. Toppað með þessari ótrúlegu karamellusósu sem kann að hafa endað á ís í gærkvöldi (ó almáttugur, þegar hún kólnar verður hún seig og það er svooo gott!).
Þetta er uppskriftin að kökunni sjálfri, mæli með henni í allt. Sem venjuleg skúffukaka, í afmælistertur undir sykurmassa, í bollakökur með hrúgu af góðu kremi..
2 bollar hveiti
1 1/2 b. púðursykur (eða venjulegur af þú átt hann ekki til)
1/2 b. kakó
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
2 stór egg
1 b. súrmjólk eða AB mjólk
3/4 b. matarolía (alls ekki ólífuolía)
2 tsk vanilludropar
1/2 b. sjóðandi vatn.
Litlir sykurpúðar eða venjulegir skornir í tvennt.
Kakan:
Öllu nema vatninu skellt í skál og hrært aðeins saman, svo er vatnið sett við og klárað að hræra í dásamlegt deig. Mikilvægt svo eggin sjóði ekki með heita vatninu.
Bakið í miðjum ofni við 175°c í 25 mín. Fer eftir ofnum ath það!
Takið kökuna út og tekið hana með sykurpúðunum, það verður að vera smá bil á milli samt því þeir þenjast út þegar þeir eru hitaðir.
Setjið kökuna aftur í ofninn og bakið púðana í ca. 5-8 mín en fylgist vel með, þeir mega bara verða rétt svo smá gylltir, ekki meira. Takið útúr ofninum og dreyfið karamellu yfir sykurpúðana.
Söltuð kahlúa karamella
1 bolli sykur
1/4 bolli vatn
2 msk síróp (ekki freistast til að sleppa, sykurinn kristallast án þess – einnig er hægt að notast við síróp sem sett er út í kaffidrykki)
120ml rjómi
1 tsk vanillu essence
1 msk Kahlúa (Má sleppa)
1 tsk instant kaffiduft
1/2 – 1 tsk sjávar eða himalaya salt, alls ekki venjulegt borðsalt
Setjið sykurinn, vatn og síróp saman í meðalstóran pott og bræðið saman þar til sykurinn er uppleystur. Sjóðið áfram þar til litur fer að myndast í blöndunni og bætið rjóma, salti, vanillu essence, Kahlúa og instant kaffidufti út í og pískið vel þar til kaffið er uppleyst. Látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar og takið svo af hellunni. Setjið svo yfir kökuna með frjálsri aðferð.
Svo er reyndar hin aðferðin, ef þessi sykuraðferð við að gera karamellu vex ykkur í augum er alveg hægt að gera klassísku karamellusósuna sem inniheldur líka smjör, aðalmálið er að setja saltið og instant kaffiduftið út í.
Kakan er klístruð og miklar líkur eru á sykurpúði endi út á kinn en þannig á það bara að vera! 😉