Mjúkir bananasnúðar með súkkulaðifyllingu og hnetusmjörskremi

Vegan uppskrift!

Þessir snúðar eru mýkri en allir aðrir sem ég hef nokkurn tímann bakað! Milt bananabragðið af snúðunum fer ótrúlega vel saman með Bionella súkkulaðismjörinu og kanilsykrinum í fyllingunni. Ofan á snúðana smyr ég því allra besta kremi sem til er en í því er meðal annars meira af súkkulaðismjörinu og hnetusmjör! Mjög hógværar yfirlýsingar hér en þau sem hafa fengið að smakka allar prufurnar áttu ekki orð yfir kreminu – og snúðunum vissulega líka.

Deigið er frekar blautt í sér en samt ekki þannig að það klístrist. Uppskriftin er frekar stór og það er ekkert mál að minnka hana til helminga en úr heilli koma 12 risastórir snúðar. Ef þið ætlið að baka eitthvað næs í Veganúar þá mæli ég með þessum!

Innihald:

450ml Oatly ikaffe haframjólk
115g vegan smjör
2 stórir vel þroskaðir bananar
950g hveiti + auka til að hnoða upp úr ef þarf
1 msk. sykur
3 tsk. þurrger
2 tsk. himalaya salt
1 tsk. lyftiduft

Súkkulaðifylling:

300g Bionella súkkulaðismjör
3 msk. sykur
2 msk. Rapadura hrásykur
2 tsk kanill

Hnetusmjörskrem:

120g hnetusmjör
80g binoella
30g mjúkt vegan smjör
2 tsk. vanilludropar
160g flórsykur
3-4 msk. volg Oatly haframjólk

Öllu hrært vel saman og smurt á heita snúðana.

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina upp í 40°c.
  2. Setjið vegan smjörið saman við og setjið til hliðar.
  3. Stappið bananana og setjið til hliðar.
  4. Takið 50 af hveitinu frá og setjið rest af þurrefnunum saman í hrærivélaskál. Hellið mjólkur/smjörblöndunni saman við ásamt bönunum og hnoðið í hrærivélinni í að minnsta kosti 5 mín.
  5. Takið deigið upp úr og mótið í kúlu. Látið hefast í 50 mín.
  6. Fletjið deigið út í amk 50-54cm á breidd. Smyrjið deigið með bionella súkkulaðismjöri og stráið kanilsykri eftir smekk yfir. Ég notaði ekki alvrg allan sykurinn í fyllingunni. Skiljið eftir smá rönd neðst.
  7. Rúllið upp í lengju og skerið í hana í tvennt. Skiptið þá hvorum helming í þrennt og þá hverjum þriðjung í tvennt svo 12 snúðar verði úr lengjunni.
  8. Setjið bökunarpappír í eitt mjög stórt form eða 2 minni og raðið snúðunum í formin.
  9. Hitið ofninn í 30-40°C. Úðið ofninn að innan með vatni og setjið formin í ofninn. Hefið í ofninum í 30 mín.
  10. Takið snúðana út og hitið ofninn í 200°. Bakið snúðana í 20-25 eða þar til þeir eru orðnir vel gylltir.
  11. Hrærið í kremið og smyrjið því á snúðana þegar þeir koma úr ofninum.

 

Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Recommended Articles

1 Comment

Leave a Reply

Discover more from Valla Gröndal

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading