Silkimjúkur Doré jólaís með rjómasúkkulaði og heslihnetukurli

Á mörgum heimilum er rík hefð fyrir því að útbúa heimagerðan ís sem borinn er svo
fram á jólum. Sum halda sig við sína uppskrift sem eðlilega má ekkert hrófla
við og ætti kannski heldur ekkert að gera það. Hinsvegar, ef þú ert að leita að
nýrri uppskrift eða hefur kannski aldrei gert heimagerðan ís áður, þá er þessi
uppskrift góð byrjun. Ólíkt mörgum öðrum uppskriftum þá nýti ég hérna líka
eggjahvíturnar. Þær gera ísinn loftmeiri, mýkri og auðvitað er hann
prótínríkari þannig. Karamellu Doré súkkulaðið frá Nóa Síríus er aðalnúmerið
hér með smá aðstoð frá Rjómasúkkulaðinu klassíska. Ristaðar heslihnetur fá að
vera með en ég er með algjört æði fyrir þeim þessa dagana og bæti þeim við hvar
sem ég get!

Uppskriftin
er alls ekki flókin en krefst þess svolítið að leggja allt eldhúsið undir sig
en það má alveg svona í aðdraganda jóla.

Innihald:

3
stór egg, aðskilin

40g
sykur

1
vanillustöng, klofin endilöng og fræin skafin innan úr

300ml
rjómi

200g
Karamellu Doré súkkulaði frá Nóa Síríus

150g
Rjómasúkkulaði hreint frá Nóa Síríus

80g
ristaðar heslihnetur, saxaðar

 

Aðferð:

Byrijð
á því að hita ofninn í 175°C. Setijð heilar heslihnetur á ofnplötu og ristið í
ofninum þar til þær verða vel brúnar eða í ca. 15 mín. Takið þá hneturnar út og
hellið á viskastykki. Nuddið skurnina af með viskastykkinu. Látið kólna alveg
og saxið.

Aðskiljið
eggin. Setjið rauðurnar í skál ásamt sykrinum. Þeytið blönduna vel þar til hún
er orðin mjög létt og ljós. Það tekur ca. 5 mín.

Þeytið
rjómann með vanillunni og setjið í kæli.

Saxið
100g af Karamellu Doré súkkulaði og setjið til hliðar. Bræðið yfir vatnsbaði
hin 100g af Doré súkkulaðinu ásamt 150g af Rjómasúkkulaði.

Stífþeytið
eggjahvíturnar og setjið til hliðar.

Bætið
brædda súkkulaðinu varlega saman við eggjarauðublönduna. Blandið því næst rjómanum
saman við með sleikju. Setjið saxaða súkkulaðið og hneturnar út í og blandið
varlega saman við með sleikjunni.

Blandið
stífþeyttum eggjahvítunum varlega saman við með sleikju. Þá er ísblandan
tilbúin!

Setjið
skálina í frysti. Eftir 30 mín opnið frystinn og hrærið upp í ísnum sem er
farinn að frjósa. Endurtakið þetta 2-3 í viðbót með hálftíma millibili. Takið
þá ílangt kökuform og skafið ísinn í formið. Hyljið formið með álpappír og
geymið í frysti þar til á að njóta.

 

Recommended Articles

Leave a Reply