Nóa konfekt er algjörlega ómissandi á jólum og hefur verið það í áratugi. Það er
alltaf hægt að finna mola sem henta hverjum og einum, sum vilja bara marsípan á
meðan aðrir vilja bara sjá fylltu molana. Þrátt fyrir að það sé hægt að kaupa
þetta dýrindis konfekt tilbúið er alveg stórkostlegt að gera sitt eigið konfekt
úr Síríus súkkulaðinu. Ég hef lengi verið mikil kaffikona og vel mér yfirleitt
eitthvað með kaffibragði. Það lá því beinast við að skella í nokkrar trufflur
með kaffi og kahlua líkjör. Ég hjúpa dökkar trufflurnar með rjómasúkkulaðinu og
þannig næst dásamlegt jafnvægi.
Innihald:
250g
suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
120ml
rjómi
1
tsk instant kaffi
2
msk kahlua kaffilíkjör
1
msk smjör
200g
rjómasúkkulaði
50g
suðusúkkulaði
Heilar
kaffibaunir
Aðferð:
Saxið
250g af suðusúkkulaðinu og setjið í hitaþolna skál.
Setjið
rjóma, kaffi, kaffilíkjör og smjör í lítinn pott og hitið að suðu. Hrærið í á
meðan blanda nær suðu. Hellið yfir súkkulaðið og bíðið í 1 mín. Hrærið svo
saman með písk. Látið súkkulaðiblönduna ná stofuhita, setjið þá plastfilmu yfir
skálina og setjið í kæli, helst yfir nótt.
Takið
skálina úr kæli og mótið litlar kúlur. Notið teskeið til að skafa upp úr
skálinni og rúllið kúlunum á milli handanna en varist að gera það of lengi þar
sem súkkulaðið bráðnar hratt. Setjið kúlurnar á disk eða bakka.
Bræðið
rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og temprið. Dýfið hverri kúlu snöggt í súkkulaði
og hjúpið. Setjið á bökunarpappírsklædda plötu. Endurtakið þar til allar
kúlurnar eru hjúpaðar. Kælið.
Bræðið
50g af suðusúkkulaði og dreifið óreglulega yfir trufflurnar, skreytið með því
að setja eina kaffibaun á hverja kúlu. Kælið.
Setjið
í fallegt box og geymið í kæli.