Lagterta frá ömmu – Gamalt fjölskylduleyndarmál!

Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er þessi lagterta sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna.

Ég geri alltaf nóg svo ég geti gefið með mér til fjölskyldumeðlima því fyrir mörg okkar koma ekki eiginleg jól án þessarar tertu.

Innihald:

250g smjörlíki (eða smjör) mjúkt

325g sykur

500g hveiti, ég nota rautt Kornax

2 stór egg við stofuhita

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

3 dl nýmjólk

1 krukka jarðarberjasulta

BRÚN LAGTERTA – BÆTA VIÐ:

3 msk kakó

2 tsk negull

1 tsk kanill

SMJÖRKREM:

500g flórsykur

75g smjörlíki mjúkt

75g smjör mjúkt (eða 150g smjör)

1 egg

2 tsk vanilludropar

Þeytið smjör/smjörlíki mjög vel – bætið flórsykri, eggi og vanillu saman við og þeytið í 10 mín eða þar til kremið verður mjög létt í sér og nánast hvítt.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C blástur
  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst
  3. Bætið 1 eggi saman við og þeytið áfram. Bætið síðara egginu við og haldið áfram að þeyta þar til blandan verður mjög létt í sér og ljós á litinn.
  4. Blandið saman hveiti og matarsóda (og kryddum ef þið gerið brúna) og setjið helming af blöndunni út í og helming af mjólkinni. Setjið vélina af stað og hrærið þar til deigið fer að loða saman. Setjið þá restina af hveitinu og afganginn af mjólkinni og vanilludropunum og þeytið þar til deigið verður samfellt. Passið að hræra deigið ekki of mikið, annars lyftast botnarnir lítið og verða seigir.
  5. Setjið bökunarpappír á 2 plötur og smyrjið deiginu jafnt í ferhyrning á plöturnar. Ég jafnvel vigta deigið og skipti jafnt á milli.
  6. Bakið báðar plöturnar í einu í ca. 17-18 mín.
  7. Takið plöturnar út og látið alveg kólna. Gerið kremið á meðan eða hafið sultuna til taks ef þið eruð að gera ljósa.
  8. Skerið hvora köku í tvennt á stuttu hliðinni. Þá eru komnir 4 jafn stórir botnar. Smyrjið einn með kremi og leggið botn ofan á. Endurtakið þar til botnarnir eru komnir saman og 3 lög af kremi. Snyrtið hliðarnar með því að skera af þeim. Ég sker svo kökuna í þrennt og pakka inn hverjum hluta í plastfilmu.

Recommended Articles

Leave a Reply