Þetta er auðvitað hefðbundin uppskrift en þessi klikkar aldrei, ef ég fer eftir henni nákvæmlega þá helst hún vel saman. Alls ekki freistast til þess að bæta aðeins við af morgunkorninu, þá fer allt í rugl! 😛
Í botninn þarf:
75gr smjör
50gr Myntu krókant súkkulaði frá Marabou
100gr suðusúkkulaði
6 msk síróp í grænu dósunum
5 bollar rice krispies
Smjör, súkkulaði og síróp brætt í potti
Rice krispies sett í skál, þegar allt er bráðið
Saman er blöndunni hellt yfir rice krispies
Og blandað vel saman með sleikju.
Blöndunni þrýst vel niður í form og kæld vel.
Rjómakrem:
300ml rjómi
100gr myntu krókant súkkulaði saxað
1 tsk kakó
1 tsk vanillusykur
Stífþeytið rjómann með vanillusykri og kakói. Þegar hann er tilbúinn er súkkulaðinu blandað varlega saman við með sleikju. Takið botninn úr forminu og setjið á disk. Smyrjið rjómanum yfir og raspið smá súkkulaði yfir.