Skip to Content
Valla Gröndal

Valla Gröndal

Einfaldar & litríkar uppskriftir

  • Uppskriftir
    • Kökur & Tertur
    • Brauð & gerbakstur
    • Smákökur & nammibitar
    • Kvöldverður
    • Léttir réttir
    • Fljótlegt
    • Vegan
    • Veislur // Partý
    • Drykkir
    • Óflokkað
  • Blogg
  • Link in bio
    • Instagram: Valla Gröndal
  • Fræðsla
  • Um mig
Home léttir réttir

léttir réttir

Showing: 1 - 1 of 1 RESULTS
Updated on 24. júní, 202314. júní, 2023Brauð & gerbakstur Fljótlegt kvöldverður léttir réttir Veislur // Partý

Pestó pizza með avocado, klettasalati og bláberjum

Fersk og sumarleg pizza

Deildu uppskriftinni:

  • Click to share on Twitter (Opens in new window)
  • Click to share on Facebook (Opens in new window)
  • Click to print (Opens in new window)
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window)
Lesa meira

Ég er að leita að…

Facebook

Facebook

Uppskriftir:

vallagrondal

Fréttamaður @ruvfrettir
Matarbloggari - vallagrondal.is |
Bókmenntafræðingur |
Förðunarfræðingur |

Valla Gröndal
Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi o Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsi 🥑🌮🌶

Á mínu heimili er mexíkóskur matur líklega sá allra vinsælasti af öllu sem boðið er upp á. Og hann er svo sannarlega oft á boðstólum í allskonar útgáfum. Það hjálpar vissulega til hversu ótrúlega fljótlegt það er að útbúa hann. Yfirleitt eru þetta allra handa tortillur og taco kökur fylltar með öllu mögulegu. Fer oft eftir því hvað er til í kælinum og hvaða sósur eru til. Ég á alltaf til kjúklingabaunir í dós en mér finnst ótrúlega þægilegt að grípa í þær þegar ég nenni ekki að hafa kjöt. Síðan eru þær líka hræ ódýrar. Ég geri líka yfirleitt mitt eigið taco krydd en það er ótrúlega einfalt og miklu ódýrara og hollara en það sem til er í bréfum. Og síðan, það allra mikilvægasta í heimagerða taco bransanum er að hafa eitthvað krönsí með, hvort sem það eru nachos flögur eða annað snakk. Hér nota ég geggjað snakk frá Eat Real með sítrónu og chili. Alveg sjúklega gott og passar fullkomlega með þessu taco-i.

Uppskriftin er komin á vallagrondal.is og hlekkur í bio 🌶

#veganfood #veganeats #vegantaco #vegan #vegansofig #veganism #veganmeals #veganmeals #vegandinner #veganrecipes #veganlife #veganmexicanfood #veggies #avocado #chili #eat #real #eatrealfood #recipes #recipe #instagood #instafood #instamood #fresh #mexican #texmex #flavor #crunchy #chips
Litríkt hrísgrjónasalat með dill baunabuffi og Litríkt hrísgrjónasalat með dill baunabuffi og hvítlaukssósu🌱

Þegar aðventan heilsar með öllu því sem henni fylgir finnst mér dásamlegt að geta gripið í eitthvað létt og næringarríkt. Þetta salat er einstaklega fljótlegt og einfalt og er þar að auki vegan. Baunabuffin frá Perfect Season geymast vel í frysti og engin þörf er á að affrysta þau áður. Ég skelli þeim meira að segja í airfryer-inn til þess að flýta enn meira fyrir mér. Salatið og sósan geymast vel í kæli og þetta er því einnig snilldar máltíð til að útbúa fyrirfram og taka með í nesti í vinnuna.

Uppskriftin er komin á vefinn - vallagrondal.is og hlekkur í bio 🌱❤️

#vegan #veganfood #veganrecipes #veganmeals #vegansofig #veganfoodshare #veganism #veganeats #vegandinner #veganfoodprep #veganmealprep #mealprep #rice #ricesalad #salad #colorfulfood #foodblogger #food #foodie #instagood #instafood #veggie #vegetarian #vegetables #recipes #recipe #perfect #perfectseason
Lakkrístoppa marengsterta með rjóma og lakkrís Lakkrístoppa marengsterta með rjóma og lakkrískremi 

Lakkrístoppar hafa verið bakaðir á all mörgum íslenskum heimilum í mörg ár og hjá mörgum koma engin jól án þeirra. Uppskriftin af toppunum er alls ekki flókin og er auðvitað algjört sælgæti. Ég ætti auðvitað ekkert að vera að fikta í hefðinni og vesenast með það sem hefur aldrei klikkað en ég gat bara ekki annað en prófað að gera marengstertu með lakkrístoppagrunni. Það er óhætt að segja að þetta sé hin rosalegasta bomba og sló svo sannarlega í gegn hjá þeim sem fengu að smakka. Ef þig vantar eitthvað nýtt í Pálínuboðið í vinnunni eða aðventuboð fjölskyldunnar verður þú að prófa þessa!

Uppskriftin er komin á vallagrondal.is og hlekkur í bio ❤️

#meringue #marengs #christmas #christmastradition #licorice #salty #sweet #sweettooth #holidays #holiday #tradition #christmastime #christmasmood #christmasvibes #cake #cakes #whippedcream #chocolate #baker #homebaker #baking #recipes #recipe #cakegram #eat #instagood #instafood #instamood
Kjúklingalasagna hentar fullkomlega í matarboði Kjúklingalasagna hentar fullkomlega í matarboðin þar sem öll fjölskyldan kemur saman til að njóta. Þetta er virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir sem smakka, hvort sem er börn eða fullorðnir, fá ekki nóg af. Það er líka svo þægilegt við þennan rétt að ég notaði kjötið af einum heilum kjúkling. Það væri vel hægt að kaupa tilbúinn kjúkling til að flýta enn meira fyrir sér.
Þennan rétt er einnig hægt að skipta í hluta og frysta. Það er mjög gott sparnaðarráð að elda ríflegt magn og frysta afganga. Það getur flýtt ansi mikið fyrir manni í hversdeginum að eiga eitthvað tilbúið í frysti eða jafnvel taka með sem nesti í vinnu.

Flestir eru sammála um að kjúklingur og pasta fari vel saman, hérna spilar þetta dúó með dásamlegri sósu og grænmeti. Þennan verðið þið að prófa!

https://vallagrondal.is/kjuklingalasagna-sem-allir-elska/

Kjúklingalasagna 
Innihald:

2 msk ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
Kjöt af einum heilum stórum kjúkling – hægt að nota 4 kjúklingabringur í
1 græn paprika
1 geiralaus hvítlaukur
1 laukur
3 stórar gulrætur
1 box sveppir
1/2 piparostur
1 dós niðursoðnir tómatar
1 flaska tómatpassata
1/2 krukka grænt pestó
1 msk oregano
1 msk ítalskt krydd
1 msk grænmetiskraftur í krukku 
2 tsk kjúklingakraftur eða 2 teningar
Salt og pipar eftir smekk
1 poki mozzarellaostur og 1/2 piparostur rifinn

Aðferð:

1. Saxið smátt eða setjið í matvinnsluvél: papriku, hvítlauk, lauk, gulrætur, sveppi og piparost og steikið í frekar stórum potti.
2. Bætið tómötum, passata, pestó og kryddum út í og látið malla í 5 mín.
3. Bætið kjúkling út í og látið malla aðeins áfram.
Hitið ofn í 190°C
4. Raðið í standard stærð af ferköntuðu lasagna eldföstu móti: Fyrst kássa, svo lasagnablöð o.frv.
5. Látið efsta lagið vera kássu og stráið mozzarellaosti og rifnum piparosti yfir
6. Bakið í 40 mín.
7. Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.
Fylltar kjúklingabringur með chili rjómaosti, b Fylltar kjúklingabringur með chili rjómaosti, beikoni og sveppum – Borið fram með tagliatelle og rjómalagaðri chili-sveppasósu

Þessi réttur hentar ótrúlega vel þegar tíminn er naumur en þig langar til þess að bera fram eitthvað sérstaklega gott. Ert jafnvel með matarboð en tíminn hljóp frá þér og allt í volli. Örvæntið eigi því þennan rétt græja ég að mestu í airfryer en það er auðvitað lítið mál að elda bringurnar í ofni ef þið eigið ekki slíkan grip. Eldunartíminn er hins vegar talsvert styttri ef ég nota airfryer-inn. Rjómaostinn nota ég hvorutveggja í fyllinguna og sósuna og ein dós nýtist að fullu. Ég kann mjög illa við matarsóun og því reyni ég að samnýta hráefni eins og hægt er. Rjómaosturinn er fullkominn í rétti eins og þennan, bragðgóður án þess að vera sterkur. Og allt spilast þetta svo vel saman, safaríkar bringurnar með bragðmikilli fyllingu, lagðar ofan á tagliatelle með dásamlegri rjómasósunni.

Þetta verður ekki betra!

Uppskriftin er komin á vefinn og hlekkur í bio ❤️

#pasta #pastalover #tagliatelle #chicken #chickenbreast #stuffedchicken #airfryer #airfryerrecipes #dinnerideas #dinner #easydinner #simple #family #familydinner #creamcheese #chili #creamy #eat #eating #instagood #instafood #instamood #igfood #recipes #recipe #chickenrecipes #dinnerparty #weekend
Ég fékk svo dásamlega gjöf frá @gerumdaginngi Ég fékk svo dásamlega gjöf frá @gerumdaginngirnilegan - fullur kassi af mínum allra uppáhalds vörum, nú verður bakað! 
Takk fyrir mig kæru vinir 😘
Lagtertan hennar ömmu - gömul fjölskylduppskrif Lagtertan hennar ömmu - gömul fjölskylduppskrift & sú allra besta 🍰

Ég ætlaði nú ekkert að deila þessari uppskrift aftur svona hér og nú en eitthvað er tæknin að stríða okkur (já, ég er smá miðaldra) en ég ætla að láta hana standa.

Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er hún sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna. Ég geri alltaf nóg svo ég geti gefið með mér til fjölskyldumeðlima því fyrir mörg okkar koma ekki eiginleg jól án þessarar tertu....

Uppskriftin er á síðunni minni en ég er að vinna í því að setja inn allar gömlu uppskriftirnar mínar. Þegar ég opnaði nýju síðuna var ég svo mikið að flýta mér að ég átti eftir að klára að setja inn eldra efni.
Þetta er svo mikil veisla! 🙌🏻

https://vallagrondal.is/lagtertan-hennar-ommu-gamalt-fjolskylduleyndarmal/
Núðlur með nautakjöti, brokkolíi & teriyaki o Núðlur með nautakjöti, brokkolíi & teriyaki ostrusósu 🥦🍜

Það er svo einfalt og gott að gera heimagerða núðlurétti en því miður vill það oftast gleymast á mínu heimili. Rétturinn er alls ekki sterkur og hentar því sérstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. Ég notaði nautgripaþynnurnar frá Kjarnafæði en það er alveg ótrúlega næs að eiga þær til í frysti og grípa í og nota í svona rétti. Kjötið er meyrt og gott og engin þörf á því að snyrta það eitthvað áður. Það er hægt að nota í raun hvaða grænmeti sem er, bæta við engifer eða chili fyrir sterkara bragð og leika sér með tegundir af núðlum og sósum.
Þessi er fullkominn fyrir helgina!

Uppskriftin er komin á vallagrondal.is og hlekkur í bio ❤️

#noodles #ricenoodles #foodie #food #foodblogger #foodporn #beefteriyaki #beef #teriyaki #instagood #instafood #quick #easy #dinner #easydinner #recipes #recipe #omnomnom #weekend #weekendvibes #family #fresh #dinnerideas #fastfood #asian #inspiration #homemade #homemadefood
Krydduð súkkulaðiterta með hræðilegum mareng Krydduð súkkulaðiterta með hræðilegum marengsdraugum 🎃🧟‍♂️👀👻

Hrekkjavakan hefur sest sig all rækilega í sessi á Íslandi og ég er alltaf að verða meira og meira spennt fyrir henni. Það má líklega þakka börnunum mínum sem algerlega elska allt sem viðkemur Hrekkjavökunni. Mig langaði að gera einhverja geggjaða köku í ár og ákvað að prófa að gera marengsdrauga úr marengsduftinu frá Dr. Oetker. Það er alveg ótrúlegt hvað það er auðvelt að gera marengs með þessu dufti, ég eiginlega á ekki orð yfir þessari snilld. Ég notaði svo svarta matarlitinn frá Dr. Oetker til þess að gera andlit og tók líka mjög vel. Botnarnir eru þéttir súkkulaðibotnar með góðum kryddkeim og fara sérstaklega vel með sígildu smjörkreminu. Ég setti svartan matarlit í þá til þess að gera þá extra dökka.
Það er að sjálfsögðu hægt að einfalda sér aðeins lífið og sleppa súkkulaðibráðinni og því að lita kremið með tveimur litum en það gefur henni bara alveg extra skemmtilegan svip. Þessi sómir sér vel í hvaða Hrekkjavökuboði sem er.

Uppskriftina finnur þú á vallagrondal.is og hlekk í bio 🎃👻

#halloween #halloweencake #layercake #bake #baking #cake #recipe #recipes #sweet #sweettooth #orange #festive #ghost #meringue #food #foodporn #foodie #foodblogger #instagood #instafood #instamood #scary #cakes #homebaker #family #color #droetker #happyhalloween #spice #pumpkinspice
Sígilt vínarsnitsel á met tíma Í miðri vinn Sígilt vínarsnitsel á met tíma

Í miðri vinnuviku er það vel þegið að þurfa ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum. Úlfatíminn, heimalestur og þvottafjallið sem bíður er ekki beint hvetjandi fyrir mjög tímafrekan og metnaðarfullan kvöldverð fyrir fjölskylduna. Ég verð þá að benda á þessa snilld sem vínarsnitselið frá Kjarnafæði er. Ein pakkning hentar fullkomlega fyrir fjóra og það tekur enga stund að matreiða sneiðarnar. Ég steikti þær á pönnu upp úr smjöri og smávegis olíu upp á gamla mátann en það er ekkert mál að skella þeim í airfryer líka. Það er einhver dásamleg nostalgía falin í svona vínarsnitseli í raspi og krakkanir mínir elska þetta jafn mikið og við fullorðnu.

Uppskriftin er komin inn á vallagrondal.is og hlekkur í bio ❤️

#easydinner #weeknightdinner #family #schnitzel #snitsel #pork #recipe #recipes #food #dinner #familydinner #easy #fast #instagood #instafood #viennaschnitzel #foodie #tradition #childhood #gravy #soulfood #comfortfood #winter #winterfood #simple #home #easyrecipes
Dúnmjúkir & litríkir vegan kleinuhringir 🩷🌸🍨🎀🍩

Ég hef oft talað um það að hvað mér finnst gaman að gera djúsí og góðar vegan uppskriftir. Í kringum mig eru all mörg börn sem hafa ýmis óþol og ofnæmi og þá er lang einfaldast að útbúa vegan gúmmelaði fyrir krakkana og öll geta þá fengið sér það sama. Ég gerði þessa kleinuhringi um daginn og þeir komu alveg ótrúlega skemmtilega á óvart. Þeir eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skraut og glassúr. Í stað venjulegrar mjólkur notaði ég Oatly haframjólk og það kom vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í.

Þessa verðið þið bara að prófa!

Uppskriftin má finna á vallagrondal.is - hlekkur í bio! 🩷

#vegan #veganlifestyle #veganlife #veganfood #vegansweets #veganbaking #vegandonuts #vegansofig #veganfoodie #veganfoodporn #veganfoodlovers #veganrecipes #recipes #eat #eats #donuts #doughnuts #pink #pinkoctober #pinkribbon #bleikt #bleikuroktóber #oatly #oatmilk #baking #baker #recipes #homemade
Íslenskt aðalbláberjalamb með rauðvíns bláb Íslenskt aðalbláberjalamb með rauðvíns bláberjasósu og fersku salati 🐑🫐

Það er fátt íslenskara en lambakjöt og aðalbláber. Og hvað er eiginlega betra á köldum haustdegi en fullkomlega matreitt lambalæri í aðalbláberjamarineringu og smávegis rautt í glasi? Fátt ef þú spyrð mig. Rauðvíns-bláberjasósan er framúrskarandi með lambinu og ég hafði einungis einfalt ferskt salat með og rifinn parmesan ost með. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að bæta við meðlæti eftir smekk. Nýjar kartöflur og grænar baunir eru áreiðanlega ljómandi með líka. Lærið er hálfúrbeinað og nýtist því mjög vel, ég myndi á ætla að það myndi duga fyrir 5-6 vel svanga einstaklinga.

Uppskriftin er komin inn á www.vallagrondal.is og hlekkur í bio ❤️

#dinner #dinnerparty #dinnerideas #familydinner #lamb #legoflamb #blueberries #blueberry #redwine #fall #winter #recipes #recipe #comfortfood #familytime #eats #eat #instagood #instafood #delicious #homecooking #meal #sunday #sundayroast #nostalgia #hearty
Fljótlegar pítur með rauðrófubuffi & heimager Fljótlegar pítur með rauðrófubuffi & heimagerðu hrásalati 🌱

Stundum vantar okkur eitthvað brjálæðislega fljótlegt og þá er gott að grípa í tilbúin baunabuff. Buffin sem ég nota í þessar pítur eru ótrúlega bragðgóð rauðrófubuff og passa vel í allskonar útgáfur af pítum, hamborgurum og þess háttar mat. Mig langaði í eitthvað djúsí og skellti því í heimagert hrásalat sem ég setti með buffunum í pítubrauð. Ég bar ofnbakaða kartöflubáta fram með pítunum og þetta sló þvílíkt í gegn. Til þess að flýta enn frekar fyrir mér bakaði ég kartöflubátana í airfryer og það er alger leikbreytir! Mega djúsí máltíð sem tók enga stund að útbúa.

Smelltu á hlekk í bio fyrir uppskriftina 🙏🏻

#veganfood #veganlifestyle #vegansofig #veganism #veganfoodie #veganism #veganfoodlovers #veganfastfood #veganpatties #beetroot #beetrootburger #pita #pitastyle #easy #healthy #dinner #fastfood #nutrition #eats #food #foodie #foodlover #instagood #instafood #instadaily #colors #rainbow #veggies
Milljón dollara spagettí Hakkréttir á borð Milljón dollara spagettí 

Hakkréttir á borð við hakk og spagettí og lasagna eru meðal þeirra rétta sem eldaðir eru reglulega á heimilinu eins og á svo mörgum öðrum heimilum. Vissulega fæ ég stundum leið á þeim og þá er gott að prófa eitthvað nýtt. Þessi hakkréttur er eins og blanda af þessu tvennu. Ofnbakað með geggjaðri ostasósu og raðað í lögum í eldfast mót líkt og lasagna en í stað lasagna platnanna er ríflegt magn af spagettíi. Þetta er ansi stór uppskrift og því upplagt að bjóða upp á réttinn í matarboðum eða nýta afgangana í nesti.

Uppskriftin er komin inn á vallagrondal.is og hlekkur í bio ❤️

#foodie #foodstagram #foodblogger #foodlover #food #instagood #instafood #familydinner #familytime #family #spaghetti #milliondollarspaghetti #homemade #cheese #cheesy #eats #dinner #dinnerinspo #dinnerparty #foodprep #weekendvibes #eat #eating #omnomnom #kids #cooking #cook #homecook
Bragðmikil sveppasúpa með timían & chili 🌱🍄

Haustið er komið til okkar af fullum krafti og þá er gott að útbúa góðar og kraftmiklar súpur. Þessi er alveg ótrúlega fljótleg og bragðgóð. Inniheldur fá hráefni og er þess utan vegan. Ég nota í hana kryddin frá Liquid organic en ég mæli alveg sérstaklega með því að nota þau í súpur, sósur og pottrétti. Þessi er alveg fullkomin á köldum haust og vetrardögum, sér í lagi þegar við höfum lítinn tíma og nennum helst ekki að elda.

Uppskriftin er komin á vallagrondal.is og hlekkur í bio 🌱

#veganfood #veganlifestyle #vegan #vegansoup #mushrooms #fall #soup #soupseason #cold #easydinner #easymeals #fastfood #familydinner #weekdays #tasty #instagood #instafood #vegetables #eat #food #realfood #wholesome #nourish #hearty #mealprep #foodie #foodstagram #foodblogger #food
Stökkt taco með bræddum osti, baunabuffi & tahi Stökkt taco með bræddum osti, baunabuffi & tahini hvítlaukssósu 🌱

Það vita margir að það er leitun að góðum vegan osti og hvað þá einhverjum sem bráðnar vel. Vegan Applewood osturinn er svo brilliant og góður. Mjúkur með dálítið reyktu bragði og passar sérstaklega vel með mexíkóskum mat. Það er ótrúlega fljótlegt og einfalt að útbúa þetta taco en hér ristaði ég litlar tortillu kökur á pönnu og setti ostinn á heita kökuna. Síðan sneri ég henni aðeins við svo osturinn færi beint á brenn heita pönnuna og við það gerast einhverjir töfrar! Fyllt með fersku rauðkáli, gulrótastrimlum, fersku salati, tómötum og baunabuffi. Toppað með söxuðu fersku jalapeno og hvítlaukssósu. Algjörlega stórkostleg samsetning sem þið verðið að prófa!
Uppskriftin er komin inn á vallagrondal.is og hlekkur í bio 🌱

#veganfood #veganlifestyle #vegan #veganlife #vegancheese #applewood #taco #tacotuesday #weekend #juicy #crispy #easydinner #easymeals #eats #foodie #food #foodlover #foodblogger #foodstagram #foodporn #healthyfood #instagood #instafood #homemade #familydinner #vegetarian #plantbased
Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri sal Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramellu 🍬

Það er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg! Í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí.

Uppskriftin er komin inn á www.vallagrondal.is og hlekkur í bio ❤️

#cheesecake #cake #cakes #baked #baker #food #foodblogger #foodlover #foodporn #foodphotography #indulge #caramel #saltedcaramel #homemade #homebaker #familytime #birthday #sweets #sweetooth #weekend #weekendvibes #saturday #fall #recipes #recipe #instagood #instafood #instadaily #love #baking
Vanillubollakökur með jarðarberjafyllingu og re Vanillubollakökur með jarðarberjafyllingu og regnbogakremi 🌈🍭🏳️‍🌈

Á hverju ári fögnum við ástinni og fjölbreytileikanum á Hinsegin dögum sem enda í allsherjar partýi og ást í Gleðigöngunni. Við fjölskyldan bjóðum í bröns fyrir gönguna og förum svo öll saman í bæinn þar sem við fögnum saman og sýnum barninu okkar, vinum og fjölskyldu ást okkar og samstöðu í þeirra mikilvægu baráttu. Það er mikil gleði og stemning í þessum litríku bollakökum og við berum þær fram í brönsinum ásamt fleira góðgæti enda mikilvægt að ganga inn í gleðina með nóg af orku fyrir daginn.

Gleðilega Hinsegin daga kæru vinir! Ástin sigrar allt!

Uppskriftin er komin inn á vallagrondal.is og hlekkur í bio 🌈

#pride #pride🌈 #lgbt #lgbtiqa #rainbow #colors #love #loveislove #pridemonth #instagay #instaslay #slay #gaypride #loveit #family #familytime #sweets #cupcakes #vanilla #strawberry #buttercream #baker #baking #instagood #instafood #foodie #foodstagram #foodblogger #food #foodlover
Sourdough Country loaf with spelt flour // Sveitah Sourdough Country loaf with spelt flour
// Sveitahleifur með spelti - súrdeigsbrauð

Nokkrir punktar:
90% Manitoba
10% lífrænt spelt
20% fordeig (leaven)
72% vatn
2.2% salt

-Öllu blandað saman strax, ekkert autolyse
-4tíma bulk hefun í 32° -  4 eða 5 coil folds með 25 mín millibili í byrjun (nennti ekki meira, klukkan var orðin svo margt)
-formótun - bið á borði í 30 mín og svo lokamótun og inn í kæli í 10 tíma.
-Steypujárnspottur hitaður upp í 300°C í 30 mín og hiti lækkaður í 230° þegar brauðið fór inn beint úr kæli. Einfaldur skurður, 4 klakar í pottinn, lokið á og bakað í 26 mín með lok á og 15 mín án. Síðustu 5 mín á grind fyrir jafnari bökun.

P.s þarf kannski aðeins að brýna þennan annars framúrskarandi hníf - skorpan er mjög stökk og brauðið lungamjúkt innan í!

#breadbaking #artisanbread #artisan #naturallyleavened #wildyeast #homebaker #breadporn #fermentation #foodie #sourdough #sourdoughbread #bread #breadtok #flourwatersalt #simple #life #loaf #tiktokfood #tiktokbaking #instagood #instafood
Hið fullkomna súrdeigsbrauð - einfaldur sveitah Hið fullkomna súrdeigsbrauð - einfaldur sveitahleifur

Það getur verið kúnst að koma sér upp súrdeigsrútínu en þegar þið eruð komin með hressa súrdeigsmóður og smá tilfinningu fyrir því hvernig súrinn hegðar sér er ekkert sem getur stoppað ykkur í að blómstra í súrdeigsbakstrinum og það þarf ekkert að vera Covid ástand til þess að baka dásamleg ilmandi brauð. Ég nota einföld og góð hráefni eins og Manitoba, sterka hveitið frá Kornax ásamt heilhveitinu frá þeim. Það er góð hugleiðsla að dúlla sér í að dekstra súrinn og læra inn á hann og þó að heildarferlið í súrdeigsbakstrinum sé frekar langt er það í raun ekki tímafrekt. Það er mikil bið og hvíld inni á milli og afraksturinn er fullkomlega þess virði. Þessi uppskrift og aðferð er samansafn nokkurra héðan og þaðan og er sú allra besta og einfaldasta og gefur af sér brauð eins og ég vil hafa þau. Á ensku er þessi útgáfa oft kölluð „Country loaf“ eða „sveitahleifur“. Einfalt, ljóst brauð með stökkri skorpu, mjúkt að innan með mildu bragði og ekki of áberandi bragð af súrnum.

Aðferðarlýsingin er frekar löng en hún er ítarleg og ef þið farið eftir henni ætti ekkert að klikka hjá ykkur. Gangi ykkur vel!

Uppskriftin er komin inn á vallagrondal.is og hlekkur í prófílnum ❤️

#sourdoughbread #sourdoughscoring #sourdoughstarter #sourdough #sourdoughbaking #crumb #crumbs #bake #bread #breadtok #simple #countryloaf #flour #levain #realbread #fermentation #breadporn #wildyeast #homebaker #naturallyleavened #artisan #artisanbread #breadbaking #vegan #feed #feedfeed #instagood #instafood #food
Load More Follow on Instagram

Skráðu þig á póstlista!

Skráðu netfangið þitt og misstu ekki af nýjum færslum

© Copyright 2023 Valla Gröndal. All Rights Reserved. Vilva | Developed By Blossom Themes. Powered by
×

Log In

Forgot Password?

Not registered yet? Create an Account

 

Loading Comments...