Killer brauðréttur með skinku, pepperoni og beikoni

Á afmæli í dag og bauð til mín fjölskyldu og vinum í kaffi og meððí.

Gerði brauðrétti sem voru alveg svona sérstaklega ágætir, blanda af nokkrum og bara sem mér þykir gott blandað í form.

Þetta nægir í 2 eldföst mót.

1 fínt samlokubrauð, rifið með skorpunni. (skildi kannski svona 2-3 sneiðar eftir en mega svosem alveg fara með.

250gr brauðskinka

1 pk beikon

1 pk pepperoni

1 græn paprika

1 rauð paprika

1 sveppabox

1 dós ananas í bitum

500ml matreiðslurjómi

1 dós beikonsmurostur

1 pepperoni ostur

Smá aromat og 1/2 teningur grænmetiskraftur

2 pk gratínostur

Þurrkuð steinselja

Reif brauðið og deildi því í tvö mót. Steikti beikonið í ofninum þangað til það varð krispí og fínt. Tók það út og lét kólna.

Saxaði skinkuna og beikonið og dreifði yfir brauðið.

Saxaði pepperoníið og grænmetið og steikti á pönnu.

Skar pepperoni ostinn í bita og settí pott ásamt matreiðslurjómanum, beikonostinum og kryddi. Hitaði þar til þetta var orðið allt bráðið saman.

Skipti pönnumixinu á milli formanna og dreifið ananasnum yfir annað formið. Kryddaði ostinn með smá steinselju á ananasforminu til að skilja það að.

Bakað í ofni á 180°c, þangað til osturinn er gullinn.

Þetta þótti agalega gott, og gott að geyma kannski uppskriftina því maður man svona aldrei!

Skipti svo sósunni á milli formanna líka og setti ostinn yfir. Stráði

Recommended Articles

Leave a Reply