Súkkulaðikakan sem allir elska – auðveldari en Betty

Þessi súkkulaðikaka er grunnur fyrir allan súkkulaðiköku
bakstur á mínu heimili, fullkomin sem skúffukaka, súkkulaðiterta, cupcakes
o.fl. Eina sem þarf er ein skál og ein sleif og engin flókin eða dýr innihaldsefni.

 Innihald:

2 bollar Kornax hveiti

1 b. sykur

1/2 b. púðursykur

1/3 b. dökkt kakó

1/2 tsk matarsódi

2 tsk lyftiduft

1 tsk salt

2 stór egg

1 b. súrmjólk eða AB mjólk

3/4 b. jurtaolía

2 tsk vanilludropar eða extract

1/2 b. sjóðandi vatn

Tryllingslega gott súkkulaðikrem

110g suðusúkkulaði

85g smjör

250g sigtaður flórsykur

2 msk kakó sigtað

2 msk mjólk

 Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C

Sækið stóra skál og sleif

Setjið öll þurrefni í skálina og hrærið með sleifinni

Setjið því næst, egg, olíu, súrmjólk og vanilludropa út í
og hrærið aðeins saman

Að lokum setjið þið sjóðandi vatn saman við og hrærið.

Þessi uppskrift nægir í tvo kringlótta botna ca. 24cm,
eina skúffuköku ( í skúffukökuform) og ca. 16 bollakökur. Bakið skúffukökur í
ca. 30 mín. Kringlótta botna í 25 mín og bollakökur í ca. 20 mín. Fer alltaf
eftir ofnum og gott að fylgjast vel með.

Þið getið notað allskonar krem, glassúra ofl.

Súkkulaðikrem aðferð:

Bræðið saman súkkulaði og smjör í örbylgjunni

Látið hitann rjúka úr að mestu

Setjið blönduna í skál og sigtið kakó og flórsykur út í.

Bætið mjólk varlega saman við og þeytið vel.

Smyrjið á kalda kökuna og skreytið eftir smekk

Recommended Articles

Leave a Reply