Hakkréttir á borð við hakk og spagettí og lasagna eru meðal þeirra rétta sem eldaðir eru reglulega á heimilinu eins og á svo mörgum öðrum heimilum. Vissulega fæ ég stundum leið á þeim og þá er gott að prófa eitthvað nýtt. Þessi hakkréttur er eins og blanda af þessu tvennu. Ofnbakað með geggjaðri ostasósu og raðað í lögum í eldfast mót líkt og lasagna en í stað lasagna platnanna er ríflegt magn af spagettíi. Þetta er ansi stór uppskrift og því upplagt að bjóða upp á réttinn í matarboðum eða nýta afgangana í nesti.

Innihald:

2 msk. ólífuolía

1 stór laukur

4 hvítlauksrif

500g grísahakk

500g nautahakk

1 tsk. þurrkað fennel

1 tsk. nýmalaður svartur pipar

1 tsk. hvítlauksduft

¼ tsk. þurrkað chili

2 msk. oregano

2 stórar dósir spagettísósa (2x680g)

220g kotasæla frá MS

230g rjómaostur frá Gott í matinn

60g sýrður rjómi frá Gott í matinn

300g Pizzaostur frá Gott í matinn

50g kalt smjör

450g spagettí

Rifinn Grettir ostur eftir smekk

Fersk steinselja

Aðferð:

 1. Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt. Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu og steikið laukinn.
 2. Bætið hakkinu út á pönnuna og brúnið við háan hita. Bætið kryddum saman við.
 3. Setjið helminginn af spagettísósunni saman við og látið malla á meðan ostablandan er útbúin.
 4. Hrærið saman í skál; kotasælu, rjómaosti, sýrðum rjóma og helmingnum af pizzaostinum. Setjið til hliðar.
 5. Sjóðið spagettíið. Þegar það er tilbúið hellið vatninu af og setjið restina af spagettísósunni saman við.
 6. Sneiðið kalt smjör með ostaskera og setjið í botninn á stóru eldföstu móti eða ofnpotti.
 7. Setjið helminginn af spagettínu ofan á smjörið.
 8. Smyrjið því næst allri ostablöndunni yfir spagettíið.
 9. Setjið restina af spagettíinu yfir ostablönduna.
 10. Hellið hakksósunni yfir allt og toppið með restinni af pizzaostinum.
 11. Bakið við 175°C í 30-40 mín.

Unnið í samstarfi við MS – Gott í matinn

Recommended Articles

Leave a Reply