Fljótlegar pítur með rauðrófubuffi og heimagerðu hrásalati

 • Vegan uppskrift fyrir 4.

Stundum vantar okkur eitthvað brjálæðislega fljótlegt og þá er gott að grípa í tilbúin baunabuff. Buffin sem ég nota í þessar pítur eru ótrúlega bragðgóð rauðrófubuff og passa vel í allskonar útgáfur af pítum, hamborgurum og þess háttar mat. Mig langaði í eitthvað djúsí og skellti því í heimagert hrásalat sem ég setti með buffunum í pítubrauð. Ég bar ofnbakaða kartöflubáta fram með pítunum og þetta sló þvílíkt í gegn. Til þess að flýta enn frekar fyrir mér bakaði ég kartöflubátana í airfryer og það er alger leikbreytir! Mega djúsí máltíð sem tók enga stund að útbúa.

Innihald:

1 msk. ólífuolía

4 rauðrófubuff frá Perfect Season

4 pítubrauð

Iceberg

Heimagert hrásalat, uppskrift fylgir

Aðferð:

 1. Þegar kartöflurnar fara að verða tilbúnar setjið þá olíu á pönnu og setjið frosin buffin á pönnuna. Hitið við meðalhita og snúið við eftir þörfum. Buffin eru tilbúin þegar þau eru heit í gegn.
 2. Hitið pítubrauðin, setjið buff fyrst, svo hrásalat og smellið svo iceberg salati með eftir smekk.
 3. Berið fram með extra hrásalati og kartöflubátunum.
 4. Athugið að ég set ekki sósu í píturnar þar sem dressing á hrásalatinu virkar sem sósa en það má alveg bæta við einhverri góðri sósu ef vill.

Hrásalat:

¼ meðalstór hvítkálshaus, skorinn fínt í strimla (ca. 3 bollar)

Ferskt rauðkál, skorið í strimla, um 1 bolli

2 gulrætur rifnar

1 dós Oatly sýrður rjómi

1 msk. hlynsíróp

2 tsk. dijon sinnep

1 tsk. eplaedik

Salt og pipar eftir smekk.

Aðferð:

 1. Saxið grænmeti og setjið í stóra skál.
 2. Í annarri minni hrærið saman sýrðan rjóma, hlynsíróp, dijon sinnep og eplaedik. Saltið og piprið.
 3. Setjið dressinguna yfir grænmetið og veltið saman. Geymið í kæli þar til það á að bera það fram.

Kartöflubátar:

10 meðalstórar kartöflur

2 msk. ólífuolía

Sjávarsalt eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið kartöflurnar í báta og setjið í skál.
 2. Dreifið ólífuolíu yfir kartöflurnar og hristið saman í skálinni.
 3. Setjið bátana í forhitaðan airfryer. Ég bakaði þá við 240°C í ca, 15 mín.
 4. Saltið þegar þeir eru tilbúnir og berið strax fram.

Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Recommended Articles

Leave a Reply