Í miðri vinnuviku er það vel þegið að þurfa ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum. Úlfatíminn, heimalestur og þvottafjallið sem bíður er ekki beint hvetjandi fyrir mjög tímafrekan og metnaðarfullan kvöldverð fyrir fjölskylduna. Ég verð þá að benda á þessa snilld sem vínarsnitselið frá Kjarnafæði er. Ein pakkning hentar fullkomlega fyrir fjóra og það tekur enga stund að matreiða sneiðarnar. Ég steikti þær á pönnu upp úr smjöri og smávegis olíu upp á gamla mátann en það er ekkert mál að skella þeim í airfryer líka. Það er einhver dásamleg nostalgía falin í svona vínarsnitseli í raspi og krakkanir mínir elska þetta jafn mikið og við fullorðnu.

Innihald:

1 pakkning Vínarsnitsel frá Kjarnafæði, um 800g.

Salt og svartur pipar

50g smjör

50g jurtaolía

500g kartöflur, soðnar

1 sítróna, skorin í báta

Rauðkál

Brún sósa, úr pakka!

50ml. rjómi eða mjólk (má sleppa)

Fersk steinselja (má sleppa)

Aðferð:

  1. Takið pokann með snitselinu úr frysti með góðum fyrirvara.
  2. Sjóðið kartöflurnar. Setjið kartöflurnar í pott og látið vatn fljóta yfir þær. Saltið ríflega. Látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann. Sjóðið í ca. 20 mín í viðbót eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn.
  3. Setjið smjörklípu og 1 msk. af olíu á pönnu og hitið saman, þegar blandan er farin að freyða og pannan orðin vel heit, setjið þá snitsel á pönnuna, eins og kemst fyrir á henni. Saltið aðeins og piprið. Það má jafnvel sleppa því en ég þarf alltaf að salta og pipra allt sem ég kem nálægt.
  4. Steikið í 2-3 mín. og snúið þá sneiðunum við. Steikið áfram í 3-4 mín. Sneiðarnar eru frekar þunnar svo ekki þarf að steikja þær lengi. Endurtakið þetta þar til allt snitselið hefur verið steikt. Ég geymi tilbúnar sneiðar á diski við pönnuna og set svo allar sneiðarnar á hana í lokin.
  5. Skellið í brúna pakkasósu. Já stundum þarf bara smá aðstoð við að einfalda sér lífið. Útbúið sósuna samkvæmt leiðbeiningum og bætið við kryddum eða krafti ef ykkur finnst þess þurfa. Setjið rjómann saman við í lokin en því má alveg sleppa.
  6. Berið snitselið fram með soðnum kartöflum, brúnni sósu og rauðkáli. Já, líka tilbúnu!

Unnið í samstarfi við Kjarnafæði

Recommended Articles

Leave a Reply